Útsendingar hafnar

Gufan – Þjóðhátíðarútvarp Vestmannaeyja er á FM 104,7. Útsendingar nást í Eyjum og Landeyjahöfn. Einnig má hlusta á netinu um streymisþjónustu Hringiðunnar. Útsending hófst formlega föstudaginn 28. júlí 2017 klukkan 9 og Gufan verður í loftinu fram yfir Þjóðhátíð Vestmannaeyja.

Sem fyrr mun Gufan hita upp fyrir Þjóðhátíð í Eyjum með tónlist, fréttum og spjalli um allt sem viðkemur hátíðinni.

Hópurinn sem stendur að baki Gufunni er skipaður gömlum reynsluboltum sem tóku þátt í Þjóðhátíðarútvarpinu á upphafsárum þess og yngri útvarpsmönnum sem hafa komið að rekstri stöðvarinnar frá því að hún var endurvakin 2009.

Hægt er að hafa samband við Gufuna á Facebook síðu Gufunnar, um tölvupóstinn gufan@gufan.is eða í símann 481-3443.